Færsluflokkur: Lífstíll

Silfur dauðans?

Var að lesa í bloggi á síðunni í dag að Egill Helga í Silfri Egils væri kannski að hætta á Stöð 2, sagt er að hann sé foxillur út í stjórnendur Stöðvar2 fyrir lítinn stuðning.Þetta kemur mér að vísu ekki á óvart að þáttur þar sem þáttastjórnandi getur sagt sýnar persónulegar skoðanir án ritskoðunar og ótta við að reita einhvern til reiði, geti orðið langlífur í fjölmiðli, enda var honum hent út hjá Skjá1 þegar nýjir stjórnendur tóku við, nú þegar nýr forstjóri 365 miðla hefur fest sig í sessi þá byrja hreinsanirnar.

Það hefur loðið við Íslenska fjölmiðla að losa sig við menn sem lúta ekki stjórn enda hafa fjölmiðlar versnað til muna, þó sérstaklega ljósvakamiðlar, lýðurinn er mataður á gerilssneyddu efni sem gæti fengið hvaða heilasellu til að falla í kóma, mikilvæg málefni eru matreidd til lýðsins í formi skyndirétta, 10 mínúta umfjöllunar í einhverjum þætti sem hefur ekki tíma til að ræða neitt mál ítarlega vegna auglýsinga.

Ég hef verið áskrifandi að Fjölvarpinu nokkuð lengi, og ein ástæðan fyrir því ,er sú, að vilji maður horfa og hlusta á vitrænar umræður um hin ýmis mál þá skiptir maður á nágrannastöðvarnar í norðri, og ég mæli með því að stjórnendur íslenskra ljósvakamiðla geri það sama svo þeir megi læra hvernig lýðræðisþjóðfélag virkar.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband