Eignaréttur varinn með valdi í boði þeirra sem vanvirt hafa slíkan rétt til fjölda ára!

Varð vitni að því þegar lögreglan réðist inn í (Björgólfs)húsið og handtók svokallaða hústökufólk, í nafni svo kallaðar eignaréttar,ég verð að viðurkenna, það sauð í mér reiðin,er þetta fólkið sem á vera að handtaka,hvar eru þeir sem nauðguðu þjóðinni,er verið að gasa þá eða berja með kylfum!Nei það fólk nýtur verndar þeirra sem það nauðgaði,eða er þetta kannski sama fólkið, nú klætt í lögreglubúninga, falið bak við grímur og skyldi,hrópandi "Með lögum skal land byggja"Sick

Valdníðsla! 


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

líka ég.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eigi skal böl bæta með að benda á annað verra. Það að einhverjir útrásarvíkingar séu búnir að stela stórum eignum af þjóðinni gefur fólki ekki rétt á að fara inn í hús annarra og taka þau til sinna nota. Í því efni skiptir engu máli hver á húsið. Ef það eru Björgólfar eða aðrir útrásavíkingar þá seljum við húsið upp í skuldir þeirra.

Það má vel vera að lögreglan hafi beitt full miklu harðræði við það að rýma húsið, ég ætla ekki að tjá mig um það af eða á. Hins vegar var það skylda lögreglunnar að rýma húsið. Ef við ætlum að fara út í þann anarkisma í kreppunni að vanvirða eignarrétt fólks þá endar það með ósköpum og bætir ekki stöðu neins þegar upp er staðið. Það var því ekkert, sem réttlætti það að þetta fólk færi inn í þetta hús að eigendum þess forspurðum.

En hvernig er þetta. Er kallinn komin í framboð til Alþingis?

Sigurður M Grétarsson, 17.4.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Takk Rut fyrir þitt innlegg

Blessaður Sigurður,ég get verið sammála þér í því að auðvita getur fólk ekki bara tekið eitthvað hús sem það á ekki, sér til afnota, og ég virði eignarétt manna,en stundum er sá réttur misnotaður, sem ég tel vera í þessu tilfelli og mörgum öðrum í miðbæ Reykjavíkur þar sem húsnæði eru látin standa auð árum saman og lítið við haldið!Eignarétti fylgir líka ábyrgð!Ég er ekki að segja að þessi aðgerð hafi verið lögleg en kannski tímanna tákn og nauðsynleg til þess að vekja athygli á því braski sem hefur viðgengist með húsnæði í miðbænum og lítið fegrað hann.

Og mundu það mátti ekki kveikja elda á Austurvelli en fólkið gerði það samt,það þíðir ekki alltaf að  slíkar aðgerðir séu anarkismi heldur kannski bara réttlát reiði!

Ég er ekki sammála þér í því að þessi friðsamlega mótmæla aðferð(þangað til lögreglan kom) sé böl!

Já kallinn er kominn í framboð

Konráð Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband