26.10.2008 | 22:16
Believed it or not, they think I am gay!
Loksins er maður búinn að fá það á hreint hvað Darling sagði!
Það var ekki "Believed it or not,they are not gone a pay!" heldur "Believed it or not, they think I am gay!"
24.10.2008 | 13:22
Portrait af Gordon Brown the clown!!
23.10.2008 | 10:56
Seðlabankastjórn situr sem fastast í boði Geir Harde!!!!
Geir Harde hefur eitthvað miskilið spurningu Sigmars í Kastljósi í gær, hvort ætti að skipta út Seðlabankastjórninni. hann Geir svaraði því til að hann ætlaði ekki að persónugera ábyrgðina á gjaldþroti þjóðarbúsins.
Mér fannst spurninginn vera:
Stjórn sem rúin er trausti og telst ekki hæf,á hún ekki að fara frá og hæfari stjórn að taka við.sem sagt, Seðlabankastjórn sem nýtur traust og virðingu þjóðarinnar. Hér er ekki verið að persónugera neinn heldur höfða til skynsemi forsætisráðherra og ríkisstjórnar.
Það mátti heyra á svari forsætisráðherra að frekar mundi hann dauður liggja en skipta út "vinum" sínum í Seðlabankanum, gott og vel, það er hans réttur að fá að velja með hverjum hann deyr og virðingarvert af honum standa með vinum sínum!Nú vita allir skynsamir Íslendingar að stjórn Seðlabankans er fallinn og tímaspursmál hvenær hún fer frá, hvort það verði með góðu eða illu verður tíminn að leiða í ljós,en eitt er víst að þeir eru ekki vinalausir og því getur maður bara vonað að Geir sameinist þeim þegar sú stund rennur upp!
23.10.2008 | 09:57
Hvet alla að setja þennan borða á bloggið sitt, og skrá sig á síðuna,"http://www.indefence.is/skrifa_undir.php"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvers vegna eru stjórnmálamenn svona huglausir þegar kemur að Evrópusambandinu?
Hér koma svörin!
1.Ekki hægt að redda fyrirtækjum með gengisfellingu!
2. Fólkið í landinu gæti haft það betra,samanber,hærri laun, lægri vexti,lægra matarverð,heilbrigð samkeppni,stöðugt gengi!
3.Óttinn að þjóðin uppgvöti að stjórnmálamenn séu ekki að gera neitt á Alþingi.
4.Valdníðsla og klíkuskapur stjórnmálaflokka hverfi.
5. Frátekin feit störf fyrir fráfarandi stjórnmálamenn hverfa!
6.Þjóðinn hverfi frá þeirri firru að sér lögmál gildi fyrir Íslendinga í heiminum!
7.Að þjóðarstoltið hafi verið borgað með, fjölskyldusundrung, okur verðlagi, óréttlátu skiptingu þjóðar auðlinda, ónýtum gjaldmiðli, hástétt í fílabeinsturni, löngum vinnutíma, fákeppni fjölmiðla,einokun í fyrirtækjarekstri, okur vaxtastigi og afnámi alheims lögmála!
8.Að þjóðin komist að því að í raun veru er hún ein og yfirgefin í ölduróti Atlantshafsins!
9. Að þjóðinni hefur verið stjórnað af höfðingjaveldi sem hefur fyrirmynd sína frá landnámsöld!
10. Að Íslendingar fundu ekki upp hjólið!
11. Að það uppgvötist að krónan sé í rauninni ekki gjaldmiðill heldur skraut sem útlendingar geta keypt sér til minningar um landið!
12.10.2008 | 18:44
"Ruglað landslið"
Ég mótmæli því harðlega að kalla eitthvað landslið Íslands, þegar bara ákveðinn hópur þjóðarinnar getur og hefur efni á því kaupa sér áskrift að því!
Hvenær ef ekki núna hefði verið ástæða til að leyfa öllum að njóta og gleyma sér í spennu fótboltans,landsliðið að keppa við stórþjóð í fótbolta!
Nei aldeilis ekki, hér skulu peningar ráða ferðinni, (som vanligt) skítt með lýðinn, þeir sem borga hæst fá mest, hvað hefur það skilað okkur,jú í þjóðargjaldþroti.
Sumt á ekki að vera falt fyrir peninga og það á við landslið Íslands í öllum íþróttum.
9.10.2008 | 15:27
Heimskreppan, Íslandi að kenna!
Þá veit maður það, það var ekki vegna undirmálslána í Bandaríkjunum sem heimskreppan byrjaði,heldur ollu lánabrjálaðir Íslendingar henni!
Ef maður horfir á erlendu fréttarstövarnar þá virðist öll spjót beinast að Íslandi sem aðal sökudólgi í þessari kreppu, sérstaklega virðast Bretar telja það.
Hryðjuverkalög sett á þjóðina, sem þýðir að við verðum að leita nýja vina,eins og Geir H. sagði,t.d. Norður-Kóreu,Íran og Rússlands?
Er ekki kominn tími til að kalla sendiherra Íslands heim frá Bretlandi áður en að hann verður handtekinn,ég bara spyr?
Stjórnmálamenn eru tilbúnir að selja sál sína og aðrar þjóðir,til að þóknast kjósendum ,ekkert er heilagt þegar vinsældir og sæti eru undir!
Með þessari grein er ég ekki að reyna fegra þær ógöngur sem Ísland hefur komið sér í, heldur að vekja athygli fólks á því, "að margur verður að aurum api" og það virðist sérstaklega eiga við stjórnmálamenn þessa stundina,hvort sem það er í okkar eigin landi eða öðrum!
2.10.2008 | 11:13
Gleymið ekki börnunum!!
Mig langar að biðja foreldra að huga að því að börnin okkar þjást líka þegar slíkur óróleiki skekur þjóðina og kannski meir en við fullorðna fólkið.
Börnin okkar skilja ekki alltaf hvað sé á seiði og þess vegna mikilvægt að við reynum að útskýra málin fyrir þeim og róa þau.
2.10.2008 | 09:52
ÞAÐ BRENNUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það hljóta að vera skyldur fréttastofa Ríkissjónvarpsins , Stöðvar 2 og stjórnmálamanna að fjalla ítarlega og vandlega um eins alvarlegan vanda og er í efnahagsmálum í dag.
Það sem vekur furðu mína þegar maður horfir á fréttaþætti þessara stöðva , er sá litli tími sem menn gefa sér í það, að ræða jafn alvarleg mál sem þessi. Og hvers vegna það sé alltaf sömu mennirnir sem koma fram í þessum þáttum, ég er efins um að nokkur manneskja sé upplýstari eftir slíka þætti,allavega ekki ég!
Maður hefur það á tilfinningunni að þetta séu skemmtiþættir, þar sem tvær andstæðar fylkingar eru látnar rífast og því meira sem menn eru ósammála því skemmtilegri þáttur.
Bara það, að sjá stjórnandan hafa meiri áhyggjur af því hvort auglýsingar eftir viðtalsþætti séu keyrðar á réttum tíma, segjir allt það sem segja þarf.
Eru menn ekki í sambandi!
Þjóðin er í taugaáfalli, og menn hafa meiru áhyggjur af því hvort eitthvað Amerískt sápustykku byrji á réttum tíma.
Þetta er krís!
Og hvort sem það eru fréttastofur eða ráðamenn, þá hljóti það að vera lágmarkskröfur að menn gefi sér tíma, í það, að upplýsi þjóðina, á málefnalegan hátt, um stöðu mála og hvermig menn ætla sér að taka á vandanum.
Og það er ekki gert í einhverjum 10 til 15 mínútum fréttaþætti!
Það þarf að boða verkalýðsleiðtoga atvinnurekendur, stjórnmálamenn,fjármálamenn og helstu ráðgjafa, í sér sjónvarpsþátt, þar sem málin eru kryfjuð fyrir framan alþjóð.
Þjóðin þarf að sjá menn standa saman í þessum vanda!
Ef menn ætla láta flokksdrætti eða aðrar deilur hindra slíka samstöðu þá get ég lofað þeim því, að fólkið í landinu mun ekki líða það og refsa þeim mönnum harðlega sem slíkt gjöra.
Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af öllu leynimakki,næturfundum og ráðabruggi einstakra manna eða flokka, við viljum málin upp á borðið!
Öll drottningarviðtöl voru góð á miðöldum,ekki í dag!
Nú er tími verka og athafna og hana nú!
7.9.2008 | 12:10
Stuðningur ykkar ómetanlegur!
Ég vil þakka þjóðinni fyrir ómetanlegann stuðning, án ykkar væru við ennþá í Breiðavík.(Andlega.)
Konráð Ragnarsson