Berja Heimir

Horfði á Ísland í bítið, og leiddist óskaplega, þátturinn var hvorki fugl né fiskur, talaði við Eirík Örn Norðdahl, ákváðum að berja Heimir ef hann kæmi vestur, gæti lagað þáttinn.

Silfur dauðans?

Var að lesa í bloggi á síðunni í dag að Egill Helga í Silfri Egils væri kannski að hætta á Stöð 2, sagt er að hann sé foxillur út í stjórnendur Stöðvar2 fyrir lítinn stuðning.Þetta kemur mér að vísu ekki á óvart að þáttur þar sem þáttastjórnandi getur sagt sýnar persónulegar skoðanir án ritskoðunar og ótta við að reita einhvern til reiði, geti orðið langlífur í fjölmiðli, enda var honum hent út hjá Skjá1 þegar nýjir stjórnendur tóku við, nú þegar nýr forstjóri 365 miðla hefur fest sig í sessi þá byrja hreinsanirnar.

Það hefur loðið við Íslenska fjölmiðla að losa sig við menn sem lúta ekki stjórn enda hafa fjölmiðlar versnað til muna, þó sérstaklega ljósvakamiðlar, lýðurinn er mataður á gerilssneyddu efni sem gæti fengið hvaða heilasellu til að falla í kóma, mikilvæg málefni eru matreidd til lýðsins í formi skyndirétta, 10 mínúta umfjöllunar í einhverjum þætti sem hefur ekki tíma til að ræða neitt mál ítarlega vegna auglýsinga.

Ég hef verið áskrifandi að Fjölvarpinu nokkuð lengi, og ein ástæðan fyrir því ,er sú, að vilji maður horfa og hlusta á vitrænar umræður um hin ýmis mál þá skiptir maður á nágrannastöðvarnar í norðri, og ég mæli með því að stjórnendur íslenskra ljósvakamiðla geri það sama svo þeir megi læra hvernig lýðræðisþjóðfélag virkar.

 

 


Mannhatara og stríðsmangara veitt gott högg .

Hvílík gleði, það er næstum því að maður fái trú á mannkynið aftur. Það tók að vísu smá tíma fyrir Bandaríkjamenn að vitkast, en þegar menn lifa í ótta eins og Bandaríkjamenn hafa gert síðan þessi forseti og hans púkar komust til valda ,þá drepst öll mótspyrna, mannúðarsjónarmið og heibrigð skynsemi. Vonandi verður þessum forseta haldið niðri þau tvö ár sem hann á eftir svo mannkynið megi dafna á ný.

Heimskur er heimaalinn flokkur.

Var að hlusta á Reykjavík síðdegis um daginn á Bylgjuna og sjokkeraðist hve margir hringdu inn sem voru á móti innflytjendum, var farinn að halda að Þjóðernisflokkurinn hefði tekið sig saman um að hringja inn á sama tíma, en það hefur líklega verið Frjálslyndi Flokkurinn.

Magnús þór hjá Frjálslynda Flokknum tókst að fá fjölmarga Íslendinga til að viðurkenna og opinbera  sýna fordóma og fáfræði  í málum innflytjenda, ótrúlegt hvað múgæsingur getur breytt fólki til hins verra, hvernig væri að leyta sér upplýsingar og kannski reyna að kynnast þessum útlendingum áður en maður dæmir þá.


Seinagangur við Reykjanesbraut..

Keyrði  Reykjanesbrautina í dag, langaði mest að berja Vegamálastjóra og Samgönguráðherra,helst báða í einu. Djöfull er maður orðin langþreyttur að keyra þannan veg, meira að segja þær framkvæmdir sem nú standa  yfir gleðja mig ekki lengur. Þessi spotti þ.e.a.s. milli Breiðholts og Hafnarfjarðar er búinn að vera einn leiðinlegasti og seinfarasti vegaspotti landsins, löngu sprunginn fyrir allri umferð,og að það skuli ekki vera búið að tvöfalda þennan spotta fyrir lifandis löngu er lýsandi dæmi um þá forheimsku sem viðgengst í vegamálum þessa lands og hana nú.


Alcan og Norður-Kórea

AlienHinar tíðu ferðir forstjóra og starfsmannastjóra Alcans á fyrirlestra í Norður-Kóreu hafa borið tilætlaðan árangur, 70% starfsmanna Alcan telja að það sé fylgst með þeim við vinnu,27% vita það.

90% eru óánægðir og 7% eru í felum.

Nýsettar reglur til starfsmannastjórnarinnar hafa almennt fallið í góðan jarðveg að sögn upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Hann vildi einnig koma því á framfæri að hann væri nýbúinn að selja sálu sína fyrirtækinu og sagðist hissa hvað væri hægt að selja.

Þar sem því miður fáir stórnendur tala Norður-Kórensku höfum við látið þýða reglurnar yfir á Íslensku. Hér birtist hluti af þeim;

Sími væntanlegra starfsmanna skal hlera sem fyrst, athuga hvort hann eða hún eigi samleið með fyrirtækinu.

Afmá skal öll persónueinkenni starfsmanns.

Allir skulu vera í samskonar vinnufötum.

Öll gagnrýni á fyrirtækið er bönnuð.

Allir starfsmenn skulu sýnast ánægðir.

Skoðunarkönnun á vegum fyrirtækisins skulu vera jákvæðar.

Orðin "mengun, úr takt, fílabeinsturn, óánægja, ÍSAL, Guðmundur, rafvirkjar, stéttaskipting, brottrekstur án ástæðna, eru bönnuð  í tali og rituðu máli hjá fyrirtækinu.

Vinnuskýrslur skulu vera jákvæðar.

Persónudýrkun á forstjóra er leyfð.

Allir skulu bera mynd af forstjóra í vinnu.

Börnum starfsmanna boðið að koma á námskeiðið " Ef mamma og pabbi tala illa um fyrirtækið verða engin jól"  og framhaldsnámskeiðið " Hvernig ég get látið fyrirtækið vita þegar mamma og pabbi tala illa um það" Verðlauna skal börnin með ferð í sumarbúðir í Norður-Kóreu.

ATHUGASEMD!

Höfundur er á engan hátt háður fyrirtækinu efnislega, andlega,fjáhagslega eða býr á Völlum í Hafnarfirði.

Kveðja leifur.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband