4.11.2006 | 13:47
Alcan og Norður-Kórea
Hinar tíðu ferðir forstjóra og starfsmannastjóra Alcans á fyrirlestra í Norður-Kóreu hafa borið tilætlaðan árangur, 70% starfsmanna Alcan telja að það sé fylgst með þeim við vinnu,27% vita það.
90% eru óánægðir og 7% eru í felum.
Nýsettar reglur til starfsmannastjórnarinnar hafa almennt fallið í góðan jarðveg að sögn upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Hann vildi einnig koma því á framfæri að hann væri nýbúinn að selja sálu sína fyrirtækinu og sagðist hissa hvað væri hægt að selja.
Þar sem því miður fáir stórnendur tala Norður-Kórensku höfum við látið þýða reglurnar yfir á Íslensku. Hér birtist hluti af þeim;
Sími væntanlegra starfsmanna skal hlera sem fyrst, athuga hvort hann eða hún eigi samleið með fyrirtækinu.
Afmá skal öll persónueinkenni starfsmanns.
Allir skulu vera í samskonar vinnufötum.
Öll gagnrýni á fyrirtækið er bönnuð.
Allir starfsmenn skulu sýnast ánægðir.
Skoðunarkönnun á vegum fyrirtækisins skulu vera jákvæðar.
Orðin "mengun, úr takt, fílabeinsturn, óánægja, ÍSAL, Guðmundur, rafvirkjar, stéttaskipting, brottrekstur án ástæðna, eru bönnuð í tali og rituðu máli hjá fyrirtækinu.
Vinnuskýrslur skulu vera jákvæðar.
Persónudýrkun á forstjóra er leyfð.
Allir skulu bera mynd af forstjóra í vinnu.
Börnum starfsmanna boðið að koma á námskeiðið " Ef mamma og pabbi tala illa um fyrirtækið verða engin jól" og framhaldsnámskeiðið " Hvernig ég get látið fyrirtækið vita þegar mamma og pabbi tala illa um það" Verðlauna skal börnin með ferð í sumarbúðir í Norður-Kóreu.
ATHUGASEMD!
Höfundur er á engan hátt háður fyrirtækinu efnislega, andlega,fjáhagslega eða býr á Völlum í Hafnarfirði.
Kveðja leifur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Athugasemdir.
Konráð Ragnarsson, 4.11.2006 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.