14.11.2006 | 20:25
Úlfar í sauðagærum!
Las um daginn að forstjóri Sjóvá vildi komast í nafnalista lögreglu um ökuþóra,ökuníðinga og aðra misindismenn í umferðinni svo þeir gætu hækkað tryggingargjöld þessara manna, ég hugsaði, er það ekki eins og að láta Mafíuna fá nöfn uppljóstrara.Hvers vegna bauð hann ekki normal kúnnum lækkun og refsaði öðrum með óbreyttum okur gjöldum.Ég treysti lítið tryggingarfélögunum, finnst þau vera farinn að líkjast æ meir leyniþjónustum , reyna allar leiðir til að fá upplýsingar um nú þegar og væntanlega kúnna, meira segja læknar svitna þegar maður minnist á vottorð í tryggingarmálum,auðsjáanlega beittir einhverjum þrýstingi, kannski fá þeir ekki að fara í hinu árlegu golfferð ef þeir eru ekki þægir.Ég segi bara því minni upplýsingar sem þessir menn hafa því betra, látum ekki blekkja okkur í það að opinbera allt fyrir Úlfi í sauðagæru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2006 kl. 00:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.