ÞAÐ BRENNUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það hljóta að vera skyldur fréttastofa Ríkissjónvarpsins , Stöðvar 2 og stjórnmálamanna að fjalla ítarlega og vandlega um eins alvarlegan vanda og er í efnahagsmálum í dag.

 Það sem vekur furðu mína þegar maður horfir á fréttaþætti þessara stöðva , er sá litli tími sem menn gefa sér í það, að ræða jafn alvarleg mál sem þessi. Og hvers vegna það sé alltaf sömu mennirnir sem koma fram í þessum þáttum, ég er efins um að nokkur manneskja sé upplýstari eftir slíka þætti,allavega ekki ég!

 Maður hefur það  á tilfinningunni að þetta séu skemmtiþættir, þar sem tvær andstæðar fylkingar eru látnar rífast og því meira sem menn eru ósammála því skemmtilegri þáttur.

 Bara það, að sjá stjórnandan hafa meiri áhyggjur af því hvort auglýsingar eftir viðtalsþætti séu keyrðar á réttum tíma, segjir allt það sem segja þarf.

 Eru menn ekki í sambandi!

  Þjóðin er í taugaáfalli, og menn hafa meiru áhyggjur af því hvort eitthvað Amerískt sápustykku byrji á réttum tíma.

 Þetta er krís!

 Og hvort sem það eru fréttastofur eða ráðamenn, þá hljóti það að vera lágmarkskröfur að menn gefi sér tíma, í það, að upplýsi  þjóðina, á málefnalegan hátt, um stöðu mála  og hvermig menn ætla sér að taka á vandanum.

 Og það er ekki gert í einhverjum 10 til 15 mínútum fréttaþætti!

 Það þarf að boða verkalýðsleiðtoga atvinnurekendur, stjórnmálamenn,fjármálamenn og helstu ráðgjafa, í sér sjónvarpsþátt, þar sem málin eru kryfjuð fyrir framan alþjóð.

 Þjóðin þarf að sjá menn standa saman í þessum vanda!

 Ef menn ætla láta flokksdrætti eða aðrar deilur hindra slíka samstöðu þá get ég lofað þeim því, að fólkið í landinu mun ekki líða það og refsa þeim mönnum harðlega sem slíkt gjöra.

 Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af öllu leynimakki,næturfundum og ráðabruggi einstakra manna eða flokka, við viljum málin upp á borðið!

Öll drottningarviðtöl voru góð á miðöldum,ekki í dag!

 Nú er tími verka og athafna og hana nú!


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband