Heimskreppan, Íslandi að kenna!

Þá veit maður það, það var ekki vegna undirmálslána í Bandaríkjunum sem heimskreppan byrjaði,heldur ollu lánabrjálaðir Íslendingar henni!

Ef maður horfir á erlendu fréttarstövarnar þá virðist öll spjót beinast að Íslandi sem aðal sökudólgi í þessari kreppu, sérstaklega virðast Bretar telja það.

Hryðjuverkalög sett á þjóðina, sem þýðir að við verðum að leita nýja vina,eins og Geir H. sagði,t.d. Norður-Kóreu,Íran og Rússlands?

Er ekki kominn tími til að kalla sendiherra Íslands heim frá Bretlandi áður en að hann verður handtekinn,ég bara spyr?

Stjórnmálamenn eru tilbúnir að selja sál sína og aðrar þjóðir,til að þóknast kjósendum ,ekkert er heilagt þegar vinsældir og sæti eru undir!

Með þessari grein er ég ekki að reyna fegra þær ógöngur sem Ísland hefur komið sér í, heldur að vekja athygli fólks á því, "að margur verður að aurum api" og það virðist sérstaklega eiga við stjórnmálamenn þessa stundina,hvort sem það er í okkar eigin landi eða öðrum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband