26.11.2008 | 20:37
Maðurinn sem seldi sál sína bönkunum!!!
Las grein í Morgunblaðinu eftir Guðjón Rúnarsson (vona að ég fari með föðurnafnið rétt)
Hann tiltlar sig sem "framkvæmdarstjóra samtaka fjárfesta" núna en ef ég man rétt þá var hann málpípa gömlu bankanna þega allt lék í lindi.
Hann hefur líklega mist vinnuna þegar bankarnir fóru á hausinn.
Nú hvers vegna er ég að pæla í honum, jú, ef ég man það rétt þá var ég handviss á þessum tíma að maðurinn væri örugglega búin að selja sál sína bönkunum.
Öll gagnrýni sem bankarnir fengu á þessu tíma var varið út í rauðan dauðann af þessum manni.
Hann gagnrýndi mikið að Íbúðalánasjóður skildi ekki lagður niður og bankarnir tækju yfir hlutverk hans!
Maður hugsar til hryllings ef slík plön höfðu náð fram að ganga.
Og það var sama hvaða vitleysa bankarnir gerðu, alltaf var hann kominn í fjölmiðla til að verja þá vitleysu, enda hans vinna.
Og nú birtast hann á ný,engu vitrari og jafn seldur græðginni og sínum eigin hagsmunum og ver bankaleynd.
Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að slíkir menn séu fyrst og fremst að verja sína eigin bankaleynd!
Slíkir menn sem tengjast svo náið gömlu bönkunum ættu að segja og skrifa sem allra minnst,allvega, meðan rannsókn á mesta fjármálabraski síðari tíma sé ekki lokið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.