"Þú skalt ekki flauta á mig aftur,helv.....bjáni þinn!"

Fór í strætó í dag, maður kemur inn og borgar of lítið, strætisvagnastjóri gerir athugasemd, maðurinn leiðréttir með semingi og öskrar síðan "fyrirgefðu" með skapvonsku rödd.

Fyrir tveimur dögum gekk ég að bílnum mínum einn morguninn,þar verð ég var við par sem stendur álengdar og er auðsjáanlega í miklum rifrildum á miðju bílaplaninu.

Sama dag er ég staddur í apóteki við Suðurlandsbrautina,ég hafði lagt bílnum mínum þannig að hann vísaði að Suðurlandsbrautinni.Þegar ég hafði lokið erindi mínu og var á leið í bíl minn,þá verði vitni að því að bíll snarstoppar á S-brautinni og maður vindir sér út og skeytir hnefana áttina að bíl sem var á eftir honum og var einnig stopp og öskraði einhverjar hótanir sem voru eitthvað í sambandi við hann(bílstjórann í hinum bílnum) skyldi ekki voga sér að flauta á sig aftur.

Eftir að hafa orðið vitni að svona mörgum skapvonsku köstum á ekki fleiri dögum af ókunnugu fólki,segir mér það að margir virðast vera undir miklu álagi þessa daganna.

Og maður getur bara spurt sig hvort  þetta eigi eftir að versna til muna næstu mánuði og maður geti átt vona á sjá menn berja mann og annan af minnsta tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það þarf stundum ekki mikið til að reita suma til reiði og sumir eru gjarnari en aðrir til að beita ofbeldi. Það eru dæmi um það að menn hafi verið drepnir fyrir það að flauta á annan bíl.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.12.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Við skulum vona Skattborgari að menn fari nú ekki að drepa hvern annan!

Þó veit maður aldrei.

Konráð Ragnarsson, 1.12.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Takk fyrir Sigrún,þú ert skemmtileg,alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar!

Konráð Ragnarsson, 1.12.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband