Breiðavíkur_sprengjan 2 ára!

 Tók mér það bessaleyfi að birta hér grein Friðrik Þór Guðmundssonar um áminningu til núverandi ríkisstjórnar að efna loforð sem "Breiðavíkurdrengjum" var gefið fyrir löngu, varðandi bætur!

 Tvö ár frá Breiðavíkur-sprengjunni

Nú eru liðin 2 ár frá því að Kastljós og DV vörpuðu sannkallaðri samfélagslegri sprengju inn í þá tiltölulega slétta og fellda tilveru okkar á Íslandi. Miðaldra karlmenn stigu fram úr skuggaveröldum sínum og sögðu frá því hvernig skilningsvana opinber yfirvöld stóðu að því að berja þá og svívirða sem börn og unglinga hálfri öld fyrr.

"Breiðavíkurdrengirnir" áunnu sér aðdáun samlanda sinna. Umfjöllunin um þá leiddi til blaðamannaverðlauna. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar og heit strengd. Sanngirnisbótum var lofað.

Og hvað hefur þá gerst? Svo gott sem ekki neitt. Fyrri ríkisstjórn lagði fram frumvarp um að borga drengjunum um það bil flatskjár-virði af bótum og kannski rúmlega það ef þeir gætu sannfært geðlækna nógu vel um skaða sinn. Með miklum gráti og ógurlegum gnístri tanna mætti hífa sanngirnisbæturnar upp í bíl-virði.

Ofbeldinu hafði sum sé ekki linnt. Spurning með næstu ríkisstjórn.

Geir H.Breiðavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Aumkunarvert hvernig ríkið hefur staðið að þessu, gerir ekkert annað en að auka  vanlíðan, að þessir menn séu ekki meira virði, eftir allt það sem þeir hafa farið í gegnum "skammarlegt"

Sigurveig Eysteins, 7.2.2009 kl. 23:49

2 identicon

Ekki búast við neinu sem Geri Haarde og hans aumi lygaflokkur lofaði.

Stefán (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband