4.4.2009 | 13:20
Bara 50% haldið eftir af launum,þannig að allir sem vinna svart geta hætt því og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar á ný.
Hver getur lifað á 25% launum eða 50%? Þó að það sé tímabundið, gætu það samt verið mánuðir og jafnvel ár!.
Fólk sér að dæmið gengur ekki upp og hættir því að vinna(skráða vinnu),sem aftur leiðir til að fólk fer að vinna svart, sem aftur leiðir til að skattaskuldir og meðlög eru ekki greitt, sem aftur leiðir til að skuldir hækka og verða að lokum óviðráðanlegar, sem aftur leiðir til að fólk kemst ekki aftur inn á hinn venjulega vinnumarkað,sem aftur leiðir til að fólk verður annars flokks þegnar,sem aftur leiðir til félagslegrar vandamála og einangrunar,sem aftur leiðir til........................?
Ríkið krefst þess að atvinnurekendur taki 75% af launum starfsmanns skuldi hann/hún skatta eða meðlög, að vísu var verið að lækka þetta hlutfall í 50% vegna erfiðra aðstæðna hjá mörgu fólki og fjölskyldum, eins og það skipti einhverju máli,það kemur engin til með sætta sig við að vinna mánuðum saman á 50% launum, hvað þá í þessu árferði!
Hvers vegna er þetta ekki frekar 10 til 15% af launum?
Nú er ég engin séní eða góður penni og kann þess vegna ekki að lýsa nógu sterkt í orðum, þeirri forheimsku ranglæti sem ég tel þessi lög vera!
Ég spyr, hvað ætli séu margir hér á landi sem lifa í "neðanjarðarhagkerfum"sem myndast hafa vegna þessara heimsku og annara óréttláta innheimtu aðferða? Fólk sem horfið hafa af hinum venjulega vinnumarkaði vegna þessa,farið að vinna svart,hætt að borga skatta og gjöld, safnar ekki lífeyri,eiga ekki eignir, eru ekki tryggðir,njóta ekki sjálfsagða réttinda sem fylgja því að gefa upp tekjur, eða hafa gefist upp og orðið öryrkjar,eða komnir á féló,eða bara fluttir af landi brott.Hefur það verið rannsakað hvað þetta gætu verið margir einstaklingar?
Heyrði einhvern tímann að fleiri þúsundir skulduðu meðlög og ekki næðist að rukka þetta fólk, hvað segir það okkur,jú, að mörg þúsundir hafi ekki séð sig fært að lifa á 25& launum og tekið til annarra ráða til að lifa af.
Getur það verið hagkvæmt fyrir þjóðfélag að fleiri þúsundir frískir einstaklingar séu gerðir hornreka í þjóðfélaginu vegna tímabundinna erfiðleika eða ósanngjarna endurkrafa.Nú er ég ekki að tala um að fólki eigi ekki að borga skatta og meðlög heldur freka það að fólki sé gert kleift að borga án þess að svelta í leiðinni!
Hvað annað þjóðfélag dytti í hug að einhver geti sætt sig við slíka innheimtu eða staðið undir henni í skemmri eða lengri tíma!Hver á að fæða börnin á meðan eða borga leigu,mat,lán,rafmagn og allt annað sem fylgir því að getað lifað mannsæmandi lífi!
Á öðrum Norðurlöndum er fólki veitt sú sjálfsögð mannréttindi sem kallast "existens minimum" sem þíðir ekki annað en það, að reiknað er út ákveðin upphæð sem hver fjölskylda eða einstaklingur þarf að hafa í tekjur til þess getað lifað mannsæmandi lífi.Þessi upphæð er heilög að því leitinu til að engin getur gert kröfu í þá upphæð, hvort sem það eru fyrirtæki eða ríkið sem skuldarinn skuldar. Þetta kerfi tryggir skuldara ákveðna tekjuvernd og lágmarks framfærslu(ég er ekki að tala um útreikninga TR)!
Ríkið boðar mannúð með annarri hendinni en mannvonsku með hinni,eru ekki til lög sem verja þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk hafi ofan í sig og á.Halda stjórnvöld í alvörunni að þessi aðferð sé árangursrík og hvetjandi í því að fá fólk til að borga skatta sína og gjöld!
Ávísun á framtíðar gerviverktöku og svartra atvinnustarfsemi!!!!
"Í því skyni að sporna við svartri atvinnustarfsemi og gerviverktöku samhliða mikilli skuldasetningu heimila verði það hlutfall sem atvinnurekendum er skylt samkvæmt lögum að halda eftir af launum starfsmanna til greiðslu á sköttum og meðlögum lækkað tímabundið í 50%úr 75% þannig að starfsmaður haldi ávallt eftir a.m.k. helmingi launa sinna."
(Þessi mynd tengist á engan hátt forneskjulegum og
heimskum lögum hér að ofan!!!)
The ability to recognize objects through touch!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.