Sem flokksbundin Borgarahreyfingar maður,tek ég heils hugar undir orð formans

Herbert Sveinbjörnssonar að þarna séu þessir þingmenn að bregðast kjósendum sínum.Hvað varð um, að sjá hvað værir í boði og síðan taka ákvörðun út frá því hvort við færum í ESB.Ég segi bara standið við orð ykkar!! Þess vegna kusum við ykkur!!!
mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum. Stefna einangrunarsinnana einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg. Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis." - Þór Saari fyrir kosningar

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Voru þau ekki líka kosin til að berjast gegn því að við tökum á okkur skuldir sem við stofnuðum aldrei til? Samkvæmt því er þetta hárrétt forgangsröðun þar sem okkur liggur ekkert á að fara í ESB. (Persónulega er ég líka á móti því.)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 11:54

3 identicon

Heilir og sælir; Komráð og aðrir, hér á síðu hans !

Þorsteinn ! Persónulega; verð ég að viðurkenna, að ég óttast ekkert, hér í heimi, nema sjálfan mig - hræðslu tal ykkar; ESB liða, er einfaldlega, fáránlegt.

Ég vil gjarnan; að Íslendingar, geti gert milliliðalausa samninga, við Perú, eins og Mongólíu, svo dæmi séu tekin, fremur en, að ALLT slíkt, færi gegnum skrifræðis möppudýrin, suður í Brussel.

Við; þjóðfrelsissinnar, erum nú ekki meiri einangrunarsinnar, en svo !

Hræðsla; hvað, Þorsteinn ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem hafa helst reynt að einangra okkur nýlega eru Evrópusambandsþjóðir, með Breta og Hollendinga í farabroddi!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað viltu gera?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:10

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er aðdáunarvert af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar að standa staðföst gegn því að skuldum yfir almenning.  Það hafa engir spyrt lausn icesave saman við alþjóðleg samskipti s.s. við ESB og norðurlöndin eins og talsmenn velferðarstjórnarinnar.

Fulltrúi Borgarhreyfingarinnar, Herberti Sveinbjörnssyni tókst ekki að gera sig trúverðugan í sínu kjördæmi.  Það er skiljanlegt ef honum þykir rétt að hafa ESB í forgangi jafnvel þó að það kosti skuldaánauð þjóðarinnar.

Magnús Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 12:49

7 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Mér er óskiljanleg þessi hræðsla við ESB,eru ekki ca.27 vinaþjóðir í þessum samtökum.Þessi hræðsla að við missum allar okkar auðlindir,fullveldi og ég veit ekki hvað við inngöngu er áróður af verstu gerð.Við erum þegar búin að missa fullveldið og það án þess að vera í ESB.Hvað eru menn að verja,gengisfellingar,okurvexti,ónýtan gjaldmiðil,spillingu,fisk sem þegar er búið að selja,orku sem við höfum ekki efni á að virkja eða bara þjóðrembing af verstu gerð.

Það er staðfest trú mín að værum við í ESB í dag værum við ekki í þessum skít sem forhertir útrásarvíkingar og stjórnmálamenn hafa komið okkur í,aðhaldið hefði verið meira!

Við höfum verið heilaþvegin áratugum saman á þeirri skoðun að Ísland og íslendingar séu ekki háðir sömu náttúrulögmálum og aðrar þjóðir!Og hverjir hafa haldið þeim áróðri gangandi,jú þeir sem hafa séð hag sínum best borgið og hagnast mest á því að þjóðin sé ekki upplýst um nokkuð sem heitir virkt lýðræði og gegnsæi og orðið feitir af því!Og hvað kemur það ESB við, jú þessar þjóðir sem við viljum helst kenna okkur við og eru í ESB hafa nokkuð lengri reynslu af lýðræði en við og með inngöngu gætum við kannski lært eitthvað gagnlegt i þeim málaflokkum,og ekki veitir af.

Ok,ESB er ekki fullkomið eða þau lönd sem þar eru.En skárra vera tengdir þeim en íslenskum landráðsmönnum!!! 

Konráð Ragnarsson, 15.7.2009 kl. 13:06

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Konráð - sjáðu þetta, og athugaðu síðan hvort skoðun þín helst óbreytt.

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:46

9 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þakka þér fyrir Einar ég mun kynna mér þessar skýrslur og svara þér síðan.

Konráð Ragnarsson, 15.7.2009 kl. 14:31

10 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Jæja Einar þá er ég búin að fara yfir skýrslurnar!Já dökkt er útlitið, but weak recovery ahead Frá gamni í alvöru þá eru þessar spár varðandi efnahag Evrópusambandsins engin nýlunda og mín afstaða til sambandsins ræðst ekki bara af efnahagsspám!Spár eru bara spár Það er heimskreppa og allir fá að súpa seiðið af því!

ESB fyrir mér er hugmyndafræði (langt frá því að vera gallalaust)sem ég aðhyllist vegna þess að ég trúi því að með slíku sambandi sameinum við þjóðir,eyðum fordómum,meiri líkur á friðsamlegum lausnum í ósætti þjóða og annað að ég treysti best Evrópu til að standa vörð um almenn sjálfsögð mannréttindi og grípa í taumana þegar siðlausir harðstjórar annarra landa nauðga þjóð sinni.Samanber stríðsdómstólsins í Haag !

Nú er ég ekki svo einfaldur að halda að Evrópa sé gallalaus og allt sé svo gáfað og göfugt þar, langt frá því, en samt trúi ég því að þar eigum við heima og með inngöngu, getum við frekar haft bein áhrif á þróun mála í heiminum og það í krafti fjöldans en ekki sem einangruð lítil þjóð út í balllaðahafi og í leiðinni bætt lífskjör almennings á Íslandi og það án þess að missa sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar!

Konráð Ragnarsson, 15.7.2009 kl. 16:57

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, fyrir mér - er þetta einungis efnahags-mál.

Hef engann, sérstakann áhuga á prógramminu Evrópa, að öðru leiti.

Þess vegna, dregur dökk efnahags-spá mjög úr áhuga mínum um að ganga inn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband