Var verið að nauðga mér í Breiðavík þegar menn lentu á tunglin og missti því af því!!!!

Þegar mannkynið fagnaði einu mestu afreki mannkynsögunnar, vorum við í Breiðavík að berjast fyrir lífi okkar í einni mestu hópnauðgun barna sem íslenska ríkið hefur staðið fyrir!!!

Hvenær ætlar ríkið að sjá sóma sinn í því að borga þessum einstaklingum mannsæmandi bætur!

Lagaflækjur og lítill vilji að gera upp við "Breiðavíkurdrengi" einkennir þetta niðurlægjandi samningarferli sem nú er í gangi.

"Fyrir hönd þjóðar minnar og ríkis, bið ég Breiðavíkurdrengi fyrirgefningar.....bla,bla,bla"Sick(Jóhanna forsætisráðherra)

Ég sem fyrrverandi Breiðavíkurdrengur biðst innilegar afsökunar og fyrirgefningar fyrir að hafa tekið tíma og orku frá háttvirtum forsætisráðherra og öðrum þingmönnum í þetta óþarfa mál!!! 

Misnotkun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú segir:  "Þegar mannkynið fagnaði einu mestu afreki mannkynsögunnar, vorum við í Breiðavík að berjast fyrir lífi okkar í einni mestu hópnauðgun barna sem íslenska ríkið hefur staðið fyrir!!!"

Þetta eru stærri orð en sést hafa áður um þetta mál.  Að ríkið hafi staðið fyrir hópnauðgun barna, eru gífurlega alvarlegar ásakanir.  Hverjir voru að hópnauðga börnum í umboði ríkisins?  Þetta verður þú að útskýra betur.

Hefur ekki líka komið fram, að vistaðir drengir á Breiðuvík hafi misnotað hvern annan kynferðislega?  Eru þeir þá ekki bótaskyldir hver gegn öðrum? 

Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vildi að ég ætti orð yfir hvað þetta mál allt saman veldur mér miklu hugarangri. Veit líka að orð eru léttvæg. Finn svo innilega til með þér og hinum drengjunum sem þarna var misþyrmt í nafni íslenska ríkisins.

Rut Sumarliðadóttir, 20.7.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Ég skal útskýra þetta fyrir þér Axel!Það eru til ýmis form af nauðgunum þær geta bæði verið líkamlegar eða andlegar.Ríkið bar ábyrgð á þeim börnum sem þau sendu til Breiðavíkur, þeirri ábyrgð axlaði ríkið ekki og þar af leiðandi voru börnin misnotuð,misþyrmd og kúguð þarna.(Vísa til Breiðavíkurskýrslu Spanónefndar.)Ef ríkið og barnaverndarnefnd hefðu staðið sína plikt þá hefðu börn ekki komið þaðan stórsköðuð á líkama og sál.

Ég þekki ekki til að börn séu saknæm á Íslandi(Voru börn á þessum tíma) Það er ólíkum að líkja, börnum sem búa við hörmulegar aðstæður og fremja eitthvað óhæfi eða fullorðnu fólki sem er treyst er fyrir umsjá margra barna á kostnað ríkisins og sveitafélaga og bregðast því!!!

Konráð Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þakka þér fyrir þinn stuðning og hlýlegu orð Rut!!!

Konráð Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 11:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég styð ykkur milljón prósent.

Kveðja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Takk  Jenný miljón prósent

Konráð Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mögnuð færsla Konni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 14:02

8 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Takk Friðrik!!!

Konráð Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband