Svo það fari ekki á milli mála hvers vegna Alþjóðleg álfyrirtæki reka fyrirtæki á Íslandi!!!

Nokkur dæmi hér að neðan:

1. Móðurfélagið lánar dótturfélagi(á Íslandi)peninga með okurvöxtum.Dótturfélagið borgar móðurfélagi vexti og afborganir(gjaldeyrisflæði úr landi og farið framhjá gjaldeyrishöftum) sem svo dótturfélagið notar til að sýna minni skattatekjur hér á landi!!

Afleyðing:Skuldastaða þjóðarbúsins versnar og fyrirtækið borgar minni skatta!!!

 

2.Dótturfélagið sem hefur vissar undanþágur gagnvart gjaldeyrishöftum notar sér þá sérstöðu með því að selja gjaldeyrir erlendis,vitandi að erlendis er allt annað gengi á krónunni,það er að segja mun hærra en á Íslandi,þetta er náttúrulega gert til að hagnast á mismuninum!

Afleiðing:Gjaldeyrishöftin virka ekki og krónan helst veik,Seðlabankinn á erfiðari með halda viturlegri peningastefnu!

 

3.Dótturfélagið tekur stöðu gegn krónunni,sem sagt veðjar á að krónan veikist!

Afleyðing:Almenningur í landinu sjá lán sín og neysluvörur hækka í sögulegt hámark og lífsgæði manna skerðast verulega!

 

4.Dótturfélagið borga sem minnst fyrir dýrmætar auðlindir , í þessu tilfelli raforku.

Afleiðing:Mikill tekjumissir af dýrmætri auðlind til þjóðarbúsins.Stórar fjárfestingar sem þjóðarbúið hefur farið í vegna álframkvæmda(virkjanir) borga sig upp á lengri tíma.Sem þíðir í raun að við berum byrði stóra erlenda lána lengur! Ekki gott þegar krónan hrynur um 100% gagnvart öðrum gjaldmiðlum!

Læt þetta duga að sinni og munið að "ekki er allt gull(ál) sem glóir"

 

Kindarlegt.Íslendingar í augum Alþjóðlega álfyrirtækja!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband